Fréttir og tilkynningar


Nokkrar lagabreytingar sem tóku gildi um áramót

5.1.2015

Nokkrar lagabreytingar sem tóku gildi um áramót

Breyting á hafnalögum nr. 61/2003. 

Þann 12. desember sl. voru staðfestar breytingar á hafnalögum frá Alþingi. Helstu breytingar á lögunum fela í sér nánari skilgreiningu á hugtakinu neyðarhöfn, sem eftir breytingar kallast skipaafdrep. Samgöngustofa útnefnir skipaafdrep hér á landi í áætlun um að liðsinna nauð
stöddum skipum á hafsvæðum í lögsögu Íslands, að undangenginni máls­meðferð skv. 2. mgr. 21. gr. laganna. Breytinguna má finna hér.

Verkefni ríkistollanefndar renna til yfirskattanefndar

Frá áramótum munu öll verkefni ríkistollanefndar renna til yfirskattanefndar, en nefndin er til húsa að Borgartúni 21. Frekari upplýsingar má finna hér: http://www.althingi.is/altext/144/s/pdf/0480.pdf

Lög nr. 63/2014

Breytingar munu taka gildi þann 1. janúar á lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs. Um innleiðingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2008/98/EB um úrgang er að ræða en markmið laganna er m.a. að tryggja að tryggja að úrgangsstjórnun sé markviss og hagkvæm og að úrgangur fái viðeigandi meðhöndlun. Sjá má nánari hér: http://www.althingi.is/altext/143/s/0277.html

Fjárlagafrumvarp 2015

Fjárlagafrumvarp 2015 hefur í för með sér ýmsar breytingar er varða gjöld sem Tollstjóri innheimtir. Má þar meðal annars nefna að lagt verður úrvinnslugjald á raftæki. Sjá nánar hér: http://www.althingi.is/altext/144/s/0003.html


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum