Fréttir og tilkynningar


Álagning opinberra gjalda á lögaðila 2012

31.10.2012

Upplýsingar um álagningu opinberra gjalda á lögaðila álagningarárið 2012.

Ríkisskattstjóri hefur lokið álagningu opinberra gjalda 2012 á lögaðila og liggja nú fyrir niðurstöður álagningarinnar. Fjöldi lögaðila á skattgrunnskrá á landinu öllu í árslok 2011 var 37.084. Alls sættu 11.800 lögaðilar áætlun eða 31,82% af skattgrunnskrá. Til samanburðar sættu 11.686 lögaðilar áætlun á síðasta ári eða 32,02% af skattgrunnskrá. Heildarálagning á lögaðila nemur 118.481.650.793 kr. en á árinu 2011 nam hún 104.641.302.414 kr. Hækkun heildarálagningar er því 13,23%. Þessu til viðbótar kemur til fyrirframgreiðslu á árinu 2012 viðbót á sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki 2.232.508.075 kr. vegna væntanlegrar álagningar 2013. Þá má geta þess að endurgreiðslur vegna rannsóknar- og þróunarkostnaðar nýsköpunarfyrirtækja nema samtals 763.549.430 kr. en námu 485.550.220 kr. árið 2011. Skipting álagningar lögaðila 2012 er eftirfarandi:

Gjöld og skattar Kr. Fjárhæð Hækkun / (-lækkun)
fjárhæðar f.f. ári
Tryggingagjald kr. 69.290.281.927 5,95% 
Tekjuskattur kr. 42.151.138.109 16,15%
Viðb. á sérst. sk. á fjármálafyrirt. kr. 2.232.508.075 -
Sérstakt gj. á lífeyrissjóði kr. 1.537.737.993 -
Fjármagnstekjuskattur kr. 1.390.447.511 22,54%
Sérst. skattur á fjármálafyrirtæki kr. 1.046.089.494 6,91%
Útvarpsgjald kr.  601.637.600 -3,67%
Búnaðargjald kr. 189.754.109 8,41%
Jöfnunargjald alþjónustu kr. 42.055.975 7,23%

 Reykjavík 31. október 2012

Ríkisskattstjóri


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum