Fréttir og tilkynningar


Skil á upplýsingum vegna framtalsgerðar 2013

8.1.2013

Síðasti skiladagur fyrir flest þau gögn sem ber að skila til ríkisskattstjóra vegna framtalsgerðar 2013, er 10. febrúar.

Hér er um að ræða gögn frá launagreiðendum, fjármálastofnunum og fleirum, svo sem launamiða, verktakamiða og hlutafjármiða, auk upplýsinga um lán og inneignir. Skiladagurinn 10. febrúar á við um rafræn skil, en sé gögnum skilað á pappír þurfa þau að hafa borist í síðasta lagi 30. janúar

Í auglýsingu ríkisskattstjóra nr. 1/2013 er að finna yfirlit yfir þessi gögn ásamt upplýsingum um skilamáta og skilafresti.

Með orðsendingu til launagreiðenda nr. 3/2012 gaf ríkisskattstjóri einnig út leiðbeiningar um útfyllingu og rafræn skil á launamiðum, hlutafjármiðum og launaframtali.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum