Fréttir og tilkynningar


RSK er fyrirmyndarstofnun 2013

27.5.2013

Ríkisskattstjóri er fyrirmyndarstofnun 2013 í árlegri könnun SFR. 

FYRIRMYNDARSTOFNUN 2013

Könnun á ríkisstofnun ársins er nú gerð í áttunda sinn en hún byggir á svörum um 10 þúsund starfsmanna hins opinbera.

Að þessu sinni varð ríkisskattstjóri í fjórða sæti, af 80 stofnunum, í flokki stofnana með fleiri en 50 starfsmenn.

Ríkisskattstjóri hefur tekið þátt í þessari könnun frá byrjun og hefur síðastliðin sex ár verið í einum af fimm efstu sætunum í sínum flokki:

     2013 - 4. sæti
     2012 - 3. sæti
     2011 - 2. sæti
     2010 - 5. sæti
     2009 - 2. sæti
     2008 - 1. sæti
     2007 - 56. sæti
     2006 - 45. sæti


Starfsmenn ríkisskattstjóra munu áfram leitast við að vera framarlega í flokki með gildin sín að leiðarljósi, fagmennsku, jákvæðni og samvinnu.

Frétt 27. maí 2013

Stórar stofnanir

  1. Sérstakur saksóknari
  2. Umferðarstofa
  3. Lyfjastofnun
  4. Ríkisskattstjóri
  5. Sjálfsbjargarheimilið

Meðalstórar stofnanir

  1. Landmælingar Íslands
  2. Skipulagsstofnun
  3. Einkaleyfastofa

Litlar stofnanir

  1. Sýslumaðurinn á Siglufirði
  2. Héraðsdómur Suðurlands
  3. Hljóðbókasafnið




Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum