Undanþága frá innköllunarskyldu
Hlutafélög og einkahlutafélög sækja nú um undanþágu á innköllunarskyldu til fyrirtækjaskrár í stað ráðherra vegna lækkunar á hlutafé.
Með reglugerð nr. 485/2013 framseldi atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra vald sitt til að veita undanþágu frá innköllunarskyldu skv. 2. mgr. 53. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög og 2. mgr. 36. gr. laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra.
Þannig munu hlutafélög og einkahlutafélög sem sækja um undanþágu frá innköllunarskyldu vegna lækkunar á hlutafé ekki lengur þurfa að fá undanþágu ráðherra áður en tilkynning um lækkun er send fyrirtækjaskrá heldur mun fyrirtækjaskrá taka við og afgreiða beiðni um undanþágu frá innköllunarskyldu og tilkynningu um lækkun hlutafjár samtímis.
Með breytingunni er leitast við að bæta þjónustu við atvinnulífið en í henni felst mikið hagræði fyrir þá aðila sem eftir slíkri undanþágu leita. Breytingin gildir frá og með 1. júní 2013.
Sjá nánar reglugerð nr. 485/2013