Framlengdur frestur fagframteljenda
Til endurskoðenda, bókhaldsstofa og viðurkenndra bókara.
Ríkisskattstjóri hefur ákveðið að framlengja síðasta skilafrest á lögaðilaframtölum framtalsársins 2013, vegna rekstrar á árinu 2012 til og með fimmtudagsins 19. september 2013.
Frestur þessi er einvörðungu fyrir þá sem atvinnu hafa af framtalsgerð.
Þótt formlegum fresti ljúki 19. september 2013 verður leitast við að taka við innsendum framtölum eftir þann tíma, eftir því sem tök verða á, enda standist þau framtöl skoðun.
Ríkisskattstjóri æskir þess eindregið að skattframtölum lögaðila sé skilað jafnóðum og lokið er við gerð þeirra.
Óskað er eftir því að endurskoðendur og bókarar sýni skilning á eindregnum óskum um jöfn skil og sendi framtöl inn svo fljótt sem unnt er.
Dagana 20. og 21. september 2013 mun ríkisskattstjóri birta auglýsingu um að allir frestir til að skila framtölum séu liðnir. Sömuleiðis verða tölvupóstar sama efnis sendir til forráðamanna lögaðila.