Álagning opinberra gjalda á lögaðila 2013
Upplýsingar um álagningu opinberra gjalda á lögaðila álagningarárið 2013.
Ríkisskattstjóri hefur lokið álagningu opinberra gjalda 2013 á lögaðila og liggja nú fyrir niðurstöður álagningarinnar. Fjöldi lögaðila á skattgrunnskrá á landinu öllu í árslok 2012 var 37.842. Alls sættu 11.299 lögaðilar áætlun eða 29,86% af skattgrunnskrá. Til samanburðar sættu 11.800 lögaðilar áætlun á síðasta ári eða 31,82% af skattgrunnskrá. Heildarálagning á lögaðila nemur 121.322.881.575 kr. en á árinu 2012 nam hún 118.481.650.793 kr. Hækkun heildarálagningar er því 2,4%. Þá má geta þess að endurgreiðslur vegna rannsóknar- og þróunarkostnaðar nýsköpunarfyrirtækja nema samtals 898.293.942 kr. en námu 763.549.430 kr. árið 2012. Skipting álagningar lögaðila 2013 er eftirfarandi:
Gjald og skattur | Kr. | Fjárhæð | Hækkun / (- lækkun) fjárhæðar frá fyrra ári |
---|---|---|---|
Tryggingagjald | kr. | 67.015.305.710 | -3,28% |
Tekjuskattur | kr. | 44.780.047.357 | 6,24% |
Fjársýsluskattur | kr. | 2.604.950.152 | - |
Viðb. á sérst. sk. á fjármálafyrirt. | kr. | 2.203.814.843 | -1,29% |
Sérstakur fjársýsluskattur | kr. | 1.696.757.437 | - |
Fjármagnstekjuskattur | kr. | 1.100.354.675 | -20,86% |
Sérst. sk. á fjármálafyrirtæki | kr. | 1.032.644.664 | -1,29% |
Útvarpsgjald | kr. | 628.371.200 | 4,44% |
Búnaðargjald | kr. | 216.207.687 | 13,94% |
Jöfnunargjald alþjónustu | kr. | 44.427.850 | 5,64% |
Reykjavík 30. október 2013
Ríkisskattstjóri