Fréttir og tilkynningar


Ráðherra undirritar með síma

17.12.2013

Föstudaginn 13. desember sl. var stórt skref stigið í rafrænni stjórnsýslu á Íslandi þegar fjármála- og efnahagsráðherra nýtti rafræn skilríki í farsíma til þess að undirrita tilkynningu frá ráðuneytinu til Alþingis. 

Í frétt á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins  sagði Bjarni Benediktsson ráðherra: „Með þessu höfum við tekið stefnu í átt að auknum rafrænum samskiptum í stjórnsýslunni, sem hefur í för með sér minni tilkostnað og þar með betri nýtingu á almannafé og sömuleiðis bætta umgengni við umhverfið“.

Rafræn skilríki eru einu rafrænu auðkennin sem hægt er að nýta til fullgildrar undirritunar. En þau eru nú fáanleg á farsíma, sem gerir notkunina einfaldari. Ríkisskattstjóri vinnur nú að því að bjóða upp á innskráningu á þjónustuvefinn skattur.is með rafrænum skilríkjum á farsíma og verður það komið í notkun fljótlega.

Sjá nánar frétt á vef fjármála- og efnahagsráðuneytinu


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum