Fréttir og tilkynningar


Staðgreiðsla 2014

30.12.2013

Birtar hafa verið fjárhæðir og skatthlutföll sem gilda fyrir staðgreiðslu skatta af launum á tekjuárinu 2014.

Persónuafsláttur hækkar úr 48.485 kr. á mánuði í 50.498 kr., tekjumörk fyrir skattþrep breytast og skatthlutfall í miðþrepi lækkar úr 40,22% í 39,74%.

Frítekjumark barna yngri en 16 ára hækkar úr 100.745 kr. á ári í 180.000 kr. og sjómannaafsláttur fellur niður frá og með tekjuárinu 2014.

Nánar um skatthlutföll og fjárhæðir.

Sjá einnig frétt á vef Fjármála- og efnahagsráðuneytisins.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum