Fréttir og tilkynningar


Álagning opinberra gjalda á lögaðila 2011

27.10.2011

Upplýsingar um álagningu opinberra gjalda á lögaðila álagningarárið 2011.

Ríkisskattstjóri hefur lokið álagningu opinberra gjalda 2011 á lögaðila og liggja nú fyrir niðurstöður álagningarinnar. Alls sættu 11.686 lögaðilar áætlun eða 32,02% af skattgrunnskrá. Til samanburðar sættu 12.461 lögaðilar áætlun á síðasta ári eða 35,10% af skattgrunnskrá. Fjöldi lögaðila á skattgrunnskrá á landinu öllu er 36.499. 

Á félög og aðra lögaðila nemur álagningin alls kr. 104.641.302.414 en á árinu 2010 nam hún kr. 78.417.313.106. Hækkun álagningar er því 33,4%. Þessu til viðbótar kemur til fyrirframgreiðslu á árinu 2011 viðbót á sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki kr. 2.088.244.799 vegna álagningar 2012. Þá má geta þess að endurgreiðslur vegna rannsóknar- og þróunarkostnaðar nýsköpunarfyrirtækja koma nú í fyrsta skipti til framkvæmda og nema samtals kr. 485.550.220.

Skipting álagningar lögaðila er eftirfarandi:

Fjárhæð Hækkun / (- lækkun )
fjárhæðar f.f. ári
Tryggingagjald kr. 65.397.754.253 41,42%
Tekjuskattur kr. 36.291.541.875 21,98%
Fjármagnstekjuskattur kr. 1.134.729.745 -7,46%
Sérst. skattur á fjármálafyrirtæki kr. 978.491.844 -
Útvarpsgjald kr. 624.531.000 11,92%
Búnaðargjald kr. 175.033.736 8,71%
Jöfnunargjald alþjónustu kr. 39.219.961 -10,75%


Reykjavík 27. október 2011
Ríkisskattstjóri

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum