Tilkynning til launagreiðenda
Ríkisskattstjóri hefur ákveðið að álag verði ekki reiknað vegna síðbúinna skila, hjá þeim sem skiluðu afdreginni staðgreiðslu miðvikudaginn 16. mars, vegna launagreiðslna í febrúar.
Eru þannig felldar niður álögur vegna eins dags. Er það gert þar sem netsamband lá að miklu leyti niðri þriðjudaginn 15. mars, sem var eindagi staðgreiðslu. Af þeim sökum var ekki hægt að ganga frá staðgreiðslu með rafrænum hætti þann dag.
Ofangreind ákvörðun er tekin á grundvelli 28. greinar laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda.