Fréttir og tilkynningar


Bifreiðagjöld, skráð losun koltvísýrings

4.2.2011

Þann 1. janúar sl. voru gerðar breytingar á lögum um bifreiðagjald, þess efnis að gjaldið miðast nú við skráða losun koltvísýrings (co2) viðkomandi ökutækis, í stað eigin þyngdar.

Liggi ekki fyrir upplýsingar um skráða losun koltvísýrings er sérstakri reiknireglu beitt þar sem tekið er mið af eigin þyngd ökutækis. Ákvæði um þetta er að finna í 2. gr. laga nr.39/1988.

Þeir bifreiðaeigendur sem telja að bifreiðagjöld séu of há, annað hvort vegna þess að skráð losun koltvísýrings er of há eða engin losun skráð, eru vinsamlegast beðnir um að leita til Samgöngustofu (okutaeki@samgongustofa.is), en ekki ríkisskattstjóra, til þess að fá skráða rétta losun. Í framhaldi af því munu bifreiðagjöld viðkomandi verða lækkuð til samræmis við nýjar upplýsingar.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum