Breytt aðgengi og opnunartími húsnæðis ríkisskattstjóra
Vegna framkvæmda við afgreiðslu og aðalinngang húsnæðis ríkisskattstjóra að Laugavegi 166 hefur opnunartíma hússins verið breytt til samræmis við opnunartíma afgreiðslu frá kl. 09:30 til 15:30.
Settur hefur verið upp bráðabirgðainngangur inn í núverandi afgreiðslu ríkisskattstjóra frá gangstétt við hlið aðalinngangs í húsið. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum við inngang ljúki fyrir áramót.
Embætti ríkisskattstjóra biðst velvirðingar á því ónæði og röskun sem þetta hefur í för með sér fyrir viðskiptavini og aðra sem sækja þurfa embættið heim. Ekki er gert ráð fyrir breytingu á þjónustu embættisins meðan á þessu stendur.