Niðurstöður álagningar lögaðila 2010
Ríkisskattstjóri hefur lokið álagningu opinberra gjalda 2010 á lögaðila og liggja nú fyrir niðurstöður álagningarinnar.
Er það fyrsta álagning ríkisskattstjóra á lögaðila eftir sameiningu skattumdæma sem varð um síðustu áramót. Fjöldi lögaðila á skattgrunnskrá á landinu öllu er 35.500. Alls sættu 12.461 lögaðilar áætlunum eða 35,10% af skattgrunnskrá. Til samanburðar sætti 11.532 lögaðili áætlun við álagningu 2009 eða 34,05% af skattgrunnskrá. Á félög og aðra lögaðila nemur álagningin alls kr. 78.417.313.106 en á árinu 2009 nam hún kr. 83.424.344.322. Lækkun álagningar er því 6%.