Fréttir og tilkynningar


Tilkynning um breytingar á virðisaukaskatti

4.1.2010

Með lögum um ráðstafanir í skattamálum, sem samþykkt voru frá Alþingi þann 19. desember sl., var virðisaukaskattur í hærra skattþrepi hækkaður úr 24,5% í 25,5%. Þessi breyting tók gildi frá og með 1. janúar 2010.

Í stað hlutfallstölunnar 19,68% skal nota 20,32% þegar að virðisaukaskattur í 25,5% skattþrepi er afreiknaður.

Að gefnu tilefni skal tekið fram að fallið var frá upptöku á 14% skattþrepi. Virðisaukaskattur í hærra skattþrepi er því 25,5% og í lægra skattþrepi er hann 7%.

Við útgáfu á kreditreikningum sem dagsettir eru á árinu 2010 vegna sölu sem var í 24,5% skattþrepi skal gefa út kreditreikning í 24,5% skattþrepi.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum