Fréttir og tilkynningar


Ný gjaldskrá tekur gildi um áramót

29.12.2015

Ný gjaldskrá tekur gildi 1. janúar 2016 hjá fyrirtækjaskrá RSK

Þann 1. janúar 2016 mun gjaldskrá Lögbirtingablaðsins breytast sem felur í sér að gjaldskrá fyrirtækjaskrár mun taka breytingum til samræmis við það en fyrirtækjaskrá greiðir fyrir birtingu í Lögbirtingablaðinu þegar tilkynnt er um stofnun félaga eða breytingar á skráningaskyldum atriðum.

Munu því öll gjöld sem fela í sér birtingu í Lögbirtingablaðinu hækka um 300 kr. frá og með 1. janúar 2016. Fyrir tilkynningar mótteknar 1. janúar 2016 og síðar þarf því að greiða samkvæmt nýrri gjaldskrá. Athygli er vakin á því að það er móttökudagsetning sem ræður því hvaða gjaldskrá gildir en ekki skráningardagur.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum