Fréttir og tilkynningar


Ný lög og reglugerð sem taka á haldlagningu og kyrrsetningu eigna

11.10.2019

Alþingi samþykkti þann 9. október lög til að sporna gegn peningaþvætti. Breytingar á lögum um meðferð sakamála, nr. 88/2008, veitir stjórnvöldum heimild að selja eignir sem hafa verið haldlagðar eða kyrrsettar við rannsókn sakamála.

Taka lögin m.a. til eigna og muna sem kyrrsettar eru eða haldlagðar undir rannsókn hjá skattrannsóknarstjóra Þetta má gera áður en dómur fellur, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, þ.e. eign þarf annaðhvort að hafa verið haldlögð í því skyni að tryggja upptöku hennar eða kyrrsett til tryggingar greiðslu sektar, sakarkostnaðar eða annarra krafna. 

Hvað kyrrsetninguna varðar þá er áskilið að hún hafi farið fram til tryggingar greiðslu sektar, sakarkostnaðar eða annarra krafna. Með „öðrum kröfum“ er fyrst og fremst átt við kröfur um skatta, önnur opinber gjöld og ávinnings af brotum þar sem unnt er óska eftir kyrrsetningu á samkvæmt lögum. Lögunum er m.a. ætlað að koma til móts við athugasemdir FATF (Financial Action Task Force) í kjölfar úttektar þeirra á vörnum Íslands gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Samhliða hefur verið sett reglugerð, nr. 880/2019, um meðhöndlun, vörslur og sölu haldlagðra, kyrrsettra og upptækra eigna og muna.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum