Fréttir og tilkynningar


Ný reglugerð um söfnun, endurvinnslu og skilagjald á einnota drykkjarvöruumbúðir

11.9.2017

Tollstjóri vill vekja athygli á nýrri reglugerð um söfnun, endurvinnslu og skilagjald á einnota drykkjarvöruumbúðir, nr. 750/2017. Í reglugerðinni eru gerðar litlar breytingar á gjaldinu.

Umsýslugjald er lagt á álumbúðir með nýrri reglugerð og skal það vera 0,20 krónur frá og með 1. september sl.

Er gjaldið því eftirfarandi:

Skilagjald skal nema kr. 14,41 án virðisaukaskatts á hverjar umbúðir.

Umsýsluþóknun skal leggja til viðbótar skilagjaldi á hverja umbúðareiningu úr stáli, gleri og plastefni og skal fjárhæð hennar vera án virðisaukaskatts:

Stálumbúðir = 5,50

Álumbúðir = 0,20

Gler stærra en 500 ml.= 5,30

Gler 500 ml eða minna = 3,90 kr.

Litað plastefni = 3,20

Ólitað plastefni = 1,30

Hér er hlekkur á nýja reglugerð:

Reglugerð um söfnun, endurvinnslu og skilagjald á einnota drykkjarvöruumbúðir


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum