Fréttir og tilkynningar


Ný útgáfa af farmverndarkerfinu væntanleg

30.9.2019

Farmverndarkerfið heldur utanum innsigli sem sett eru á vörugáma við útflutning frá Íslandi og heldur utanum ferlið með rekjanlegum hætti.

Nýja kerfið leysir af eldri útgáfu kerfisins sem komin er til ára sinna.

Gert er ráð fyrir að innleiðing nýja kerfisins hefjist í byrjun október og verði að fullu lokið 9. október.

Vakin er athygli á að auðkenning starfsmanna inn á nýja vefinn verður í gegnum island.is. Mælt er með því að nota rafræn skilríki á kortum eða í farsímum. Forráðamenn stýra eftir sem áður aðgangi innan kerfisins og hverjir hafa aðgang.

Ísland er aðili að alþjóðasamþykktum Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar um öryggi mannslífa á hafinu, SOLAS (Safety of Life at Sea) og skipa- og hafnavernd, ISPS (International Ship and Port Facility Security Code)

Nánari upplýsingar eru veittar í netfanginu farmvernd[hja]tollur.is

Sjá lög um siglingavernd númer 50/2004, og reglur um farmvernd númer 141/2010


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum