Fréttir og tilkynningar


Nýir í rekstri - ný síða á rsk.is

23.1.2019

Á vef ríkisskattstjóra er nú að finna samandregnar upplýsingar um ýmis atriði er snerta atvinnurekstur. Upplýsingarnar eru einkum hugsaðar fyrir þá sem eru nýir í rekstri, en efni síðunnar á þó einnig erindi til þeirra sem hafa lagt stund á atvinnurekstur um einhvern tíma.

Síðan ber yfirskriftina „Nýir í rekstri“ og er þar meðal annars að finna upplýsingar um verktöku, hvaða tilkynningar standa ber skil á til ríkisskattstjóra sem og upplýsingar um gagna- og framtalsskil. Á síðunni eru tenglar inn á ítarefni og eyðublöð eftir því sem við á.

Efninu er skipt í tvennt (tveir flipar undir heiti síðunnar); almennan hluta og „Spurt og svarað“.

Þá ber þess að geta að ríkisskattstjóri heldur reglulega námskeið fyrir þá sem eru nýir í rekstri. Námskeið sem eru á döfinni eru auglýst á vef embættisins.

Nýir í rekstri

Námskeið í boði


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum