Fréttir og tilkynningar


Nýr þjónustuvefur ríkisskattstjóra

19.12.2019

Í tilefni af því að um þessar mundir eru 20 ár síðan ríkisskattstjóri hóf að veita rafræna þjónustu, opnum við nýjan og endurbættan þjónustuvef.

Vefurinn hefur verið endursmíðaður frá grunni og mætir nú betur nútíma kröfum um öryggi og aðgengileika. Öll þjónusta sem fyrir var á vefnum er enn til staðar ásamt nokkrum viðbótum.

Á næstunni verður 20% notenda beint inn á nýja vefinn, en það hlutfall verður aukið jafn og þétt næstu vikur. Þeir sem vilja prófa nýja vefinn geta gert það á slóðinni: https://innskraning.rsk.is/


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum