Fréttir og tilkynningar


Nýtt tollskýrslueyðublað E-2 vegna innflutnings verður tekið í notkun 1. nóvember 2015

22.5.2015

Nýtt tollskýrslueyðublað E-2 vegna innflutnings verður tekið í notkun frá og með 1. nóvember n.k. og fellur þá jafnframt eldra tollskýrslueyðublað E-1. vegna innflutnings úr gildi nema gagnvart leiðréttingum á eldri tollafgreiðslum.

Leiðbeiningar um notkun tollskýrslueyðublaðsins E-2 verður hægt að sækja á vef Tollstjóra tollur.is varðandi tollskýrslu á pappír, skýrslugjöf með notkun Vef-tollafgreiðslu Tollstjóra og með SMT tollafgreiðslu (Skjalaskiptum Milli Tölva). Einnig verður hægt að sækja eyðublaðið E-2 á vef Tollstjóra tollur.is og prenta það út. Hluti þessara leiðbeininga er þegar tilbúinn en aðrar koma síðar.

Þeir sem þurfa að breyta sínum kerfum vegna SMT tollafgreiðslu vegna nýju tollskýrslunnar er bent á að afla forskriftar um fyrirkomulag rammaskeytis sem einnig verður að finna á vefsíðu Tollstjóra. Kerfisprófanir verða skipulagðar í samráði við notendur innan tímaramma sem verður kynntur.

Námskeið vegna nýrrar skýrslu og fyrirkomulag hennar verða kynnt síðar hvað varðar pappírsskýrslu, skýrslugjöf með SMT eða VEF-skýrslu.

Auglýsing þessi er sett samkvæmt 6. mgr. 23.gr., 5.tl. 2. mgr. 24. gr., 3. mgr. 25. gr., 2. mgr. 26.gr. og 14. tl. 1. mgr. 40. gr. tollalaga nr. 88/2005 með síðari breytingum.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum