Fréttir og tilkynningar


Nýtt veftollafgreiðslukerfi opnar 15. október

12.10.2019

Forráðamenn fyrirtækja og rekstraraðila sem nota eldra kerfi þurfa án tafar að gefa starfsmönnum sínum umboð til þess að nota kerfið fyrir hönd fyrirtækisins.

Eftir að umboð hefur verið veitt munu starfsmenn áfram geta notað kort með rafrænu skilríki sem notuð hafa verið til aðgangs að eldra kerfi en aðgangi að innflutningi í því verður lokað.

Nánari upplýsingar um kerfið og hvernig umboð er veitt er að finna á þessari síðu.

Jafnframt er nauðsynlegt að veita starfsmönnum umboð til að nota nýja tollalínukerfið því þar munu tollskýrslur gerðar í nýja kerfinu birtast auk eldri skýrslna.

Eftir 15. október verður ekki hægt að skrá og senda til tollmeðferðar tollskýrslu í gamla kerfinu. Ef þörf er á skoða upplýsingar um tollskýrslur skráðar í því kerfi má sækja má allar upplýsingar um tollafgreiðslu vörusendinga í Tollalínunni; tollskýrslu; skuldfærð aðflutningsgjöld o.fl.

Í fyrstu útgáfu nýja kerfisins er innflutningur. Gerð útflutningsskýrslu og VEF-farmskrárskil fara ennþá fram með eldra kerfi.

Sjá einnig frétt dagsetta 30. september.

Frétt uppfærð 14.10. 2019


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum