Fréttir og tilkynningar


Rangur bráðabirgðaútreikningur

10.4.2019

Við uppfærslu á tölvukerfum í gær slæddist inn villa í bráðabirgðaútreikning sem búið er að laga núna.
Að gefnu tilefni vill ríkisskattstjóri upplýsa að við uppfærslu á tölvukerfum í gær, þriðjudaginn 9. apríl, varð til villa sem leiddi til þess að bráðabirgðaútreikningur vegna væntanlegrar álagningar á einstaklinga um mánaðamótin maí/júní varð rangur hjá ákveðnum hópi. Búið er að laga villuna og er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Bent er á að alltaf þarf að taka bráðabirgðaútreikning með ákveðnum fyrirvara enda er ekki um að ræða endanlega niðurstöðu álagningar.

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum