Rannsóknir, refsimeðferð og skattsektir mála árið 2018
Skattrannsóknarstjóri lauk rannsókn 97 mála á árinu 2018. Undandregnir skattstofnar í þeim málum nema milljörðum króna.
Eru þá ótalin þau mál sem unnið var að en voru felld niður þegar rannsókn þeirra leiddi í ljós að ekki væri tilefni til afskipta skattrannsóknarstjóra. Auk þeirra þau tilvik sem að lokinni frumathugun reyndust ekki kalla á frekari aðgerðir.
Á árinu 2018 beindi skattrannsóknarstjóri 96 málum í refsimeðferð á grundvelli niðurstaðna rannsókna sinna. Þar af var 60 málum vísað til meðferðar hjá héraðssaksóknara en 27 málum var vísað til sektarmeðferðar hjá yfirskattanefnd. Í 9 málum var gengist undir sekt hjá skattrannsóknarstjóra. Hafði rannsókn þessara 96 mála ýmist lokið á árinu 2018 eða á árinu 2017.
Nú í byrjun mars 2019 er refsimeðferð ólokið í 104 málum sem skattrannsóknarstjóri hefur sent til refsimeðferðar. Þar af eru 98 mál í meðferð hjá héraðssaksóknara en 6 hjá yfirskattanefnd.
Mikilvægt er að þau mál sem eru til meðferðar hjá héraðssaksóknara fái hraða meðferð í ljósi dóma hjá Mannréttindadómstóli Evrópu (MDE) um tvöfalda refsimeðferð.
Fjárhæð sekta vegna mála frá skattrannsóknarstjóra sem voru dæmdar, úrskurðaðar eða samþykktar á árinu 2018 nema samtals um 2,4 milljörðum króna.