Fréttir og tilkynningar


Ríkisskattstjóri fyrirmyndarstofnun 2019

16.5.2019

Valið á Stofnun ársins 2019 var kynnt við hátíðlega athöfn á Hilton Nordica þann 15. maí sl.

Titlana Stofnun ársins og Fyrirmyndarstofnun hljóta þær stofnanir sem þykja skara fram úr að mati starfsmanna. Tilgangur með vali er á stofnun ársins er að taka eftir og verðlauna vinnustaði sem ná framúrskarandi árangri við stjórnun mannauðs. Valið er byggt á svörum rúmlega 10 þúsund starfsmanna í einni stærstu vinnumarkaðskönnun landsins

Ríkisskattstjóri lenti þar í 4. sæti í flokki stórra stofnana og hlýtur því sæmdarheitið FYRIRMYNDARSTOFNUN 2019.

Samkvæmt þessu er RSK í fremstu röð í flokki stórra stofnana sem við erum afar stolt af.

Val á stofnun ársins 2019


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum