RSK er stofnun ársins 2015
Ríkisskattstjóri er stofnun ársins 2015 í árlegri könnun SFR
Könnun á ríkisstofnun ársins er nú gerð í tíunda sinn og að þessu sinni varð ríkisskattstjóri í fyrsta sæti, af 79 stofnunum, í flokki stofnana með fleiri en 50 starfsmenn.
Ríkisskattstjóri hefur tekið þátt í þessari könnun frá byrjun og hefur síðastliðin átta ár verið í einum af fimm efstu sætunum í sínum flokki:
2015 - 1. sæti
2014 - 2. sæti
2013 - 4. sæti
2012 - 3. sæti
2011 - 2. sæti
2010 - 5. sæti
2009 - 2. sæti
2008 - 1. sæti
2007 - 56. sæti
2006 - 45. sæti