RSK opnar netspjall að nýju
Viðskiptavinum Ríkisskattstjóra stendur nú til boða að sækja þjónustu til embættisins í gegnum netspjall. Ríkisskattstjóri hefur það að markmiði að veita sem besta þjónustu og er netspjallið liður í því.
Ríkisskattstjóri hefur um
nokkurra ára skeið boðið upp á þjónustu í gegnum netspjall en því þurfti að
loka á síðasta ári til að uppfylla ítrustu kröfur laga um
persónuvernd. Nú hefur nýtt kerfi verið tekið í notkun sem tryggja gagnaöryggi betur en eldra kerfi.
Hið nýja netspjall er aðgengilegt neðst í hægra horni allra síðna á rsk.is með því að smella á talblöðrurnar tvær. Utan hefðbundins opnunartíma breytast talblöðrurnar í spurningamerki og má þá finna svör við algengum spurningum.