Sameiginlegt eftirlit með hópbifreiðum á erlendum skráningarmerkjum og starfsmönnum

11.4.2019

Ríkisskattstjóri, tollstjóri, Samgöngustofa, Vinnumálastofnun og Lögreglustjórinn á Austurlandi munu standa fyrir sameiginlegri eftirlitsaðgerð við komu farþegaferjunnar Norrænu til Seyðisfjarðarhafnar 16. apríl nk.

Tilgangur eftirlitsaðgerðarinnar er að athuga innflutning og skráningu á hópbifreiðum sem koma hingað til lands á erlendum skráningarmerkjum og ætlaðar eru til atvinnustarfsemi hér á landi.

Eftirlitið mun snúa að ökutækjum, ökumönnum þeirra og ef við á öðrum starfsmönnum viðkomandi fyrirtækis.

Aðilar sem huga á atvinnurekstur ökutækja á erlendum skráningarmerkjum eru hvattir til að kynna sér viðeigandi lög og reglur og ganga úr skugga um að lögbundin skilyrði séu uppfyllt.

Ítarefni

Frekari upplýsingar

Tilvísanir í lög og reglugerðir


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum