Fréttir og tilkynningar


Skaðabætur endurskoðunarfélags vegna rangra skattframtala

21.6.2019

Með dómi héraðsdóms Reykjaness í gær var endurskoðunarfélag ásamt tryggingafélagi þess gert að greiða viðskiptavini sínum skaðabætur vegna skila á efnislegra röngum skattframtölum til skattyfirvalda.

Höfðu skattskil viðskiptavinarins sætt rannsókn hjá skattrannsóknarstjóra með þeirri niðurstöðu að tekjur hafi verið vanframtaldar. Í dóminum kemur m.a. fram að ríkar kröfur verði að gera til faglegra vinnubragða þeirra sem selja sérfræðiþjónustu gegn gjaldi. Taldi dómurinn það verða að telja stefnda (endurskoðunarfélaginu) til stórfellds gáleysis, í ljósi sérfræðiþekkingar og aðkomu að félaginu, að hafa ekki gengið úr skugga um þá samninga og viðskipti er málið varðaði. Hann verði því látinn bera ábyrgð á því tjóni sem hlaust af þessari vanrækslu. Dómurinn taldi einnig, að í ljósi umsvifa stefnanda (viðskiptavinarins) í viðskiptum á fjármálamarkaði, að hann hafi mátt gera sér grein fyrir því að slíkar fjárhæðir sem hér um ræðir hafi vantað á skattframtöl hans.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum