Fréttir og tilkynningar


Skattskylda áhrifavalda

25.2.2019

Undanfarin ár hefur farið stækkandi sá hópur fólks sem hefur tekjur af markaðssetningu vöru og þjónustu á samfélagsmiðlum, svokallaðir áhrifavaldar. Upplýsingar um skattskyldu þessa hóps er nú aðgengilegar á vef ríkisskattstjóra.

Ríkisskattstjóri hefur á vef sínum tekið saman upplýsingar um hvernig skattlagningu er háttað í starfsemi sem þessari. Í stuttu máli má segja að skattskylda fari eftir aðstæðum hverju sinni, s.s. hvort viðkomandi teljist stunda atvinnurekstur og hvernig endurgjaldi fyrir veitta þjónustu er háttað. Á síðunni er farið yfir helstu atriðin sem hafa verður í huga í þessu sambandi.

Áhrifavaldar

Nýir í rekstri


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum