Fréttir og tilkynningar


Skattþrep í staðgreiðslu 2020

19.12.2019

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur í dag auglýst fjárhæðarmörk tekjuskattsstofns, innheimtuhlutfall í staðgreiðslu og persónuafslátt fyrir árið 2020.

Innheimtuhlutfall í staðgreiðslu samanstendur annars vegar af þrepaskiptum tekjuskatti, sem rennur til ríkissjóðs, og hins vegar af meðalútsvari sveitarfélaganna. Skattþrep í staðgreiðslu 2020 verða eftirfarandi:

Skattþrep  Fjárhæðarmörk á mánuði Tekjuskattur Meðalútsvar Samtals 
 1. þrepAf tekjum 0 - 336.916 kr.  20,60% 14,44% 35,04%
 2. þrepAf tekjum 336.917 - 945.873 kr.  22,75% 14,44% 37,19%
 3. þrepAf tekjum yfir 945.873 kr.  31,80% 14,44% 46,24%
Persónuafsláttur á árinu 2020 verður 655.538 kr., eða  54.628 kr. á mánuði.


Nánari upplýsingar um skattþrep

Nánari upplýsingar um helstu tölur 2020

Nánari upplýsingar um persónuafslátt

Nánari upplýsingar um staðgreiðslu 2020


Tilkynning Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í heild sinni.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum