Fréttir og tilkynningar


Spurningakönnun vegna aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

10.10.2019

Sendur hefur verið tölvupóstur til um 3500 einstaklinga og lögaðila sem peningaþvættisteymi ríkisskattstjóra ber að hafa eftirlit með.

Í tölvupóstinum er að finna spurningakönnun vegna aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þeir sem falla undir eftirlit RSK og hafa fengið senda spurningakönnun eru vinsamlegast beðnir um að svara henni eigi síðar en 23. október 2019.

Ríkisskattstjóri hefur heimild til að kalla eftir nauðsynlegum upplýsingum hjá þeim aðilum sem skv. lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka falla undir eftirlit RSK, en til þeirra teljast m.a.:

  • Endurskoðendur og skattaráðgjafar
  • Lögmenn og lögmannsstofur
  • Fasteignasalar og leigumiðlarar
  • Listmunasalar
  • O.fl. 
Nánari upplýsingar um alla þá sem falla undir eftirlit RSK

Nánari upplýsingar um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum