Fréttir og tilkynningar


Stöðvuðu tvö kíló af sterum

11.3.2015

Tollverðir stöðvuðu nýverið um það bil tvö kíló af sterum í duftformi sem komu með póstsendingu til landsins. Tollstjóri kærði málið til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem fer með rannsókn þess.

Er þetta sjötta sterasendingin sem stöðvuð er það sem af er þessu ári.

Sendingin umrædda kom frá Hong Kong, eins og fleiri sendingar af þessu tagi, og var stíluð á einstakling. Sterunum hafði verið pakkað inn í umbúðir utan af matvælum.

Á undanförnum þremur árum hefur neðangreint magn stera verið stöðvað:

Sterar201420132012
Ampúllur/glös stk.161314340
Duft g3.354,501.663,099.082,43
Ml5.4835.0821.379
Töflur stk.29.66761.43237.322

Hvað varðar árið 2014 innihélt stærsta sendingin sem stöðvuð var á því ári um þrjú kíló af sterum í duft- og gelformi. Hún hafði einnig að geyma rúmlega fimm kíló af lyfjum í duftformi sem reyndust vera tvær tegundir af staðdeyfilyfjum. Þessi sending kom einnig frá Hong Kong.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum