Fréttir og tilkynningar


Súdan sigraði ljósmyndakeppni WCO

2.11.2015

Ljósmynd frá Súdan varð hlutskörpust í árlegri ljósmyndasamkeppni Alþjóðatollasamvinnuráðsins. Úrslitin voru kynnt á fundi ráðsins í sumar en alls sendi 31 þjóð myndir í samkeppnina.

Landamæri framundan

Myndatexti í lauslegri þýðingu:

Landamæri framundan

Ljósmyndin sýnir vöruflutningabíla reiðubúna til aksturs yfir landamærin milli Súdan og Egyptalands. Landamærastöðin í Askeit varð í apríl 2015 fyrsti og eini staðurinn í Súdan þar sem boðið er upp á eina þjónustugátt (e. Single window), þar sem öll yfirvöld sem koma þurfa að tollafgreiðslu eru sameinuð undir einu þaki. Velta vöruviðskipta milli Súdan og Egyptalands um þessa landamærastöð er u.þ.b. 185 milljón bandaríkjadalir á ári, en gert er ráð fyrir að sú upphæð muni tvöfaldast eða jafnvel þrefaldast á næstu árum.

Ljósmyndir allra þátttökulandanna (pdf)


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum