Fréttir og tilkynningar


Tæplega 30 fölsuðum stólum fargað

15.1.2015

Tæplega 30 fölsuðum Eames stólum var fargað í vikunni eftir að tollverðir höfðu stöðvað innflutning þeirra til landsins í nóvember síðastliðnum. 

Var rétthöfum tilkynnt um hugsanlegt brot gegn hugverkaréttindum.

Stólarnir, 29 talsins, komu ýmist í póstsendingum, hraðsendingum eða sjósendingum frá Bretlandi og Kína á vegum nokkurra einstaklinga. Viðkomandi og rétthafar komust að samkomulagi um förgun varningsins, sem fargað var undir eftirliti Tollstjóra

Eames stólarnir eru ein frægasta stólahönnun í heimi en stólarnir voru hannaðir af þeim Charles og Ray Eames í kringum 1950 og urðu strax mjög vinsælir.

Sem fyrr leggur Tollstjóri áherslu á víðtækt og traust samstarf við atvinnulífið, þar á meðal á eindregna vernd hugverka.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum