Fréttir og tilkynningar


Þekking á peningaþvætti og rafmyntum

6.5.2019

Aukin áhersla hefur verið sett af hálfu stjórnvalda á aðgerðir gegn peningaþvætti, sbr. nýleg lög nr. 140/2018, um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þá hafa skattsvik verið sett í hæsta áhættuflokk peningaþvættis skv. nýlegu áhættumati ríkislögreglustjóra.

Kjartan Helgason verkefnastjóri hjá skattrannsóknarstjóra ríkisins sótti á dögunum átta daga námskeið, Anti-Money Laundering: Current Trends, Prosecutions, and the Challenges around Cryptocurrencies Specialty Programme, á vegum OECD International Academy for Tax Crime Investigation, ásamt fulltrúum 20 annarra ríkja er starfa við rannsóknir og saksókn í tengslum við peningaþvættisbrot.

KjartanÞessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum