Fréttir og tilkynningar


Þjónusta í boði erlendra aðila

31.7.2019

Ábendingar hafa borist skattrannsóknarstjóra ríkisins um að erlendir verktakar séu að bjóða ýmiskonar þjónustu til einstaklinga s.s. við hreingerningar, malbikun og hellulögn gegn gjaldi.

Af því tilefni vill skattrannsóknarstjóri beina því til þeirra sem kaupa þjónustu frá erlendum verktökum að séu hinir erlendu verktakar með takmarkaða skattskyldu hér á landi fer um skattalega meðferð greiðslu fyrir þjónustuna samkvæmt 3. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, og í þeim tilvikum ber kaupanda þjónustunnar, þ.e. hinum innlenda einstaklingi eða fyrirtæki, að halda eftir og skila staðgreiðslu af þeim greiðslum, sbr. 6. tölul. 5. gr. laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda.

Slíkum skilum er háttað með því að greiðendur þjónustunnar fylla út og skila eyðublaði RSK 5.41 (takmörkuð skattskylda) rafrænt á þjónustusíðu ríkisskattstjóra, www.skattur.is.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum