Fréttir og tilkynningar


Tilkynning um ákvörðun sektar vegna vanskila á ársreikningi 2016

28.9.2017

Félögum sem ekki hafa staðið skil á ársreikningi eða samstæðureikningi 2016 í síðasta lagi 2. október 2017 verður ákvörðuð sekt án frekari viðvörunar.

Félögum sem falla undir 1. gr. laga um ársreikninga bar almennt að  senda ársreikningaskrá ársreikning félagsins 2016 ásamt áritun endurskoðenda eða skoðunarmanna fyrir lok ágústmánaðar sl. Framangreind skilaskylda að viðlögðum sektum nær til allra félaga hvort sem þau höfðu starfsemi með höndum á árinu 2016 eða ekki. 

Ársreikningaskrá skal leggja stjórnvaldssektir á þau félög sem vanrækja að standa skil á ársreikningi eða samstæðureikningi til opinberrar birtingar. Jafnframt skal ársreikningaskrá krefjast úrbóta. 

Hér með er skorað á skilaskyld félög sem hafa ekki nú þegar skilað ársreikningi eða samstæðureikningi 2016 að senda ársreikning félagsins rafrænt til ársreikningaskrár. Vakin er athygli á því að örfélög sem hafa skilað skattframtali geta nýtt sér Hnappinn með því að fara inn á þjónustusíðu félagsins á www.skattur.is og velja að ríkisskattstjóri útbúi ársreikning félagsins til opinberrar birtingar.Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum