Fréttir og tilkynningar


Tilkynning um nýjan villukóða - 77V - svarskeyti tollstjóra CUSERR - villur/athugasemdir - tollafgreiðsla ökutækja

10.1.2011

Vegna breytinga við álagningu vörugjalda af fólksbílum og jeppum hefur verið bætt við nýjum villukóda í CUSERR skeytum (athugasemdir og tilkynning um villur og aðfinnsluatriði frá tolli vegna SMT-aðflutningsskýrslu) sem send eru úr Tollakerfi:

77V = Tollflokkun röng m.v. CO2 losun ökutækis

Gjaldtaka vörugjaldsins er tengd beint við skráða koltvísýringslosun (CO2) viðkomandi ökutækis, mælt í grömmum á hvern ekinn kílómetra. Tollflokkun ökutækisins í rétt tollskrárnúmer stýrir gjaldtökunni.

Ef tollflokkun ökutækis í tollskýrslu er ekki rétt er tollafgreiðslu hafnað og tollakerfi sendir svarskeyti (CUSERR) með ofangreindum villukóda.

Sjá má tollflokkun ökutækjanna í AUGLÝSING nr. 166/2010 um breyting á viðauka I við tollalög, nr. 88/2005, með síðari breytingum.

Finna má alla villukóda tollakerfis og merkingu þeirra í Tollalínunni - sjá Lyklar -> Villur


Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum