Fréttir og tilkynningar


Tollstjórar Íslands, Grænlands og Færeyja undirrita viljayfirlýsingu um gagnkvæma stjórnsýsluaðstoð í tollamálum

31.8.2017

Á fundi Norræna tollasamvinnuráðsis (NTR) sem nú stendur yfir í Noregi skrifuðu tollstjórar Íslands, Grænlands og Færeyja undir viljayfirlýsingu um gagnkvæma stjórnsýsluaðstoð í tollamálum.

Viljayfirlýsingin felur í sér að tollyfirvöld þessara þriggja ríkja leggja áherslu á að skiptast á upplýsingum- og þekkingu meðal annars að því er varðar tollframkvæmd, þjálfun og mannauðsmál, góða stjórnunarhætti og heilindi.

Tollyfirvöld ríkjanna þriggja hafa lengi átt í góðum samskiptum og samstarfi og viljayfirlýsingunni er ætlað að styrkja þá samvinnu enn frekar

Tollstjórar Íslands, Grænlands og Færeyja undirrita viljayfirlýsingu um gagnkvæma stjórnsýsluaðstoð í tollamálum.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum