Fréttir og tilkynningar


Tollstjóri lengir opnunartíma

Breytingar á innheimtu skatta og gjalda

21.1.2015

Þær breytingar hafa orðið að frá og með 1. janúar 2015 mun Tollstjóri annast innheimtu skatta og gjalda á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt reglugerð nr. 1060/2014, um innheimtumenn ríkissjóðs.

Með ofangreindum breytingum geta þeir sem eiga lögheimili í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði ekki lengur greitt skatta og gjöld hjá sýslumönnum í Kópavogi og Hafnarfirði heldur flyst öll afgreiðsla og þjónusta vegna innheimtunnar til Tollstjóra að Tryggvagötu 19, 101 Reykjavík. Fyrrgreint á einnig við um innheimtu álagninga fyrri ára. Breyting á innheimtuumdæmi Tollstjóra kemur í kjölfar fækkunar sýslumannsembætta úr 24 í 9 samkvæmt lögum númer 50/2014, um framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum