Fréttir og tilkynningar


Tollverðir stöðvuðu dagatöl sem innihéldu kókaín

5.11.2015

Þær eru ótrúlegar leiðirnar sem notaðar eru til að reyna að smygla fíkniefnum hingað til lands. Fyrr á árinu barst hingað til dæmis bögglapóstsending sem í voru 34 pappírsdagatöl heftuð á pappaspjöld. 

Tollverðir stöðvuðu sendinguna og við skoðun á dagatölunum vaknaði grunur um að í þeim leyndust fíkniefni.

Sá grunur reyndist á rökum reistur því við efnagreiningu á efni sem fannst í þeim reyndust þau innihalda samtals allt að 100 grömmum af kókaíni. Hafði kókaíninu verið komið fyrir í dagatölunum m.a. með því að bleyta pappann með upplausn sem innihélt efnið.

Sendingin kom frá Brasilíu og var stíluð á íslenskan einstakling. Málinu var vísað til lögreglu, en það telst óupplýst.

Tollstjóri minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.

Kókaíni hafði verið komið fyrir í þessum dagatölum:


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum