Fréttir og tilkynningar


Tvö ný tilvik þar sem móttöku EDI/SMT-aðflutningsskýrslu er hafnað hjá Tollstjóra

7.6.2012

Tvö ný tilvik þar sem móttöku EDI/SMT-aðflutningsskýrslu er hafnað í tollafgreiðslukerfi Tollstjóra með CUSGER höfnunarskeyti taka gildi 8. júní 2012.

EDI/SMT-aðflutningsskýrslan er þá ekki móttekin til tollmeðferðar og skráð inn í tollafgreiðslukerfi Tollstjóra og sent er sjálfvirkt CUSGER höfnunarskeyti með skýringum. Nýju tilvikin eru:

  • Farmskrárnúmer í ósamræmi við farmskrá.
  • Brúttóþyngd í ósamræmi við farmskrá.

Nánar: Farmskrárnúmer í reit 11 eða brúttóþyngd í reit 12 í aðflutningsskýrslu (ebl. E1) er ekki útfyllt eða ekki rétt útfyllt, þ.e. stemmir ekki við farmskrárnúmer eða brúttóþyngd í farmbréfi í farmskrárkerfi tollafgreiðslukerfis hjá Tollstjóra.



Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum