Fréttir og tilkynningar


Um ábyrgð stjórnenda á skilum réttra skýrslna og greiðslu skatta

21.6.2019

Nýlega féll dómur í héraðsdómi Reykjavíkur yfir framkvæmdastjóra og skráðum stjórnarmanni fyrirtækis sem hafði skilað skattyfirvöldum röngum skattframtölum og virðisaukaskattskýrslum og vanrækt að varðveita fylgiskjöl í bókhaldi og rangfæra einnig bókhald félagsins.

Alls voru vanframtaldar tekjur 31 milljón og vanframtalin virðisaukaskattur 13,6 milljónir. Framkvæmdastjórinn sem annaðist einn rekstur félagsins neitaði sök og benti á bókhaldsstofuna sem hafði annast gerð og skil skýrslna. Kvaðst hann ekki hafa vitað að hann ætti að afhenda tiltekin gögn til bókara og hefði litla þekkingu á því sviði. Í dómi segir að framkvæmdastjóri og stjórnarmaður geti ekki borið fyrir sig vanþekkingu eða að hafa falið öðrum gerð skýrslna. Honum hafi borið að annast starfsemi félagsins og sjá til þess að fullnægjandi gögn lægju fyrir við gerð skattframtala, fylgjast með og tryggja að félagið innti af hendi lögboðin gjöld. Ekki þótti sýnt fram á ásetning í þessum efnum en talið að um stórfellt hirðuleysi hafi verið að ræða. Að teknu tilliti til saknæmisstigs, greiðslna sem inntar höfðu verið af hendi vegna sakarefnisins og að teknu tillits til álags og skatts af álagi þótti hæfileg refsing 34,5 milljóna króna sekt, auk skilorðsbundins fangelsis. 


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum