Umfang skattundanskota
Umfang skattundanskota gæti numið um 80 milljörðum kr. á ári. Þetta kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Þorsteins Sæmundssonar um skattundanskot.
Í svarinu er vísað til skýrslu starfshóps á vegum ráðuneytisins frá 20. júní 2017 er falið var að greina umfang skattundanskota og koma með tillögur til aðgerða.