Upplýsingar um álagningu opinberra gjalda á lögaðila álagningarárið 2016
Ríkisskattstjóri hefur lokið álagningu opinberra gjalda 2016 á lögaðila og liggja nú fyrir niðurstöður álagningarinnar.
Fjöldi lögaðila á skattgrunnskrá á landinu öllu í árslok 2015 var 40.478. Heildarálagning á lögaðila nemur 172.360.979.234 kr., en á árinu 2015 nam hún 183.796.426.384 kr. Lækkun heildarálagningar er því 6,22% og skýrist það af lækkun sérstaks skatts á fjármálafyrirtæki úr 33,65 milljörðum kr. árið 2015 í 8,7 milljarða kr. árið 2016 vegna uppgjörs þrotabúa bankanna. Skipting álagningar lögaðila er eftirfarandi:
| Fjárhæð | |||
| Tryggingagjald | kr. | 82.036.992.042 | 9,21% |
| Tekjuskattur | kr. | 69.655.948.982 | 9,26% |
| Fjársýsluskattur | kr. | 2.890.061.542 | -0,18% |
| Sérstakur fjársýsluskattur | kr. | 6.798.046.709 | 12,86% |
| Fjármagnstekjuskattur | kr. | 1.363.349.613 | -5,32% |
| Sérst. sk. á fjármálafyrirtæki |
kr. | 8.706.107.730 | -74,13% |
| Útvarpsgjald | kr. | 612.228.400 | -4,45% |
| Búnaðargjald | kr. | 251.075.295 | 13,82% |
| Jöfnunargjald alþjónustu | kr. | 47.168.921 | 1,36% |
Reykjavík 31. október 2016
Ríkisskattstjóri
