Fréttir og tilkynningar


Upplýsingar um álagningu opinberra gjalda á lögaðila álagningarárið 2017

30.10.2017

Ríkisskattstjóri hefur lokið álagningu opinberra gjalda 2017 á lögaðila og liggja nú fyrir niðurstöður hennar.

Fjármála- og efnahagsráðuneytið mun kynna niðurstöður álagningarinnar með fréttatilkynningu á vefsíðu ráðuneytisins. Fjöldi lögaðila á skattgrunnskrá á landinu öllu í árslok 2016 var 42.526. Skil framtala hafa aldrei verið betri en nú. Alls var skilað 34.799 framtölum innan framtalsfrests eða 81,8% framtala. Til samanburðar voru skilin 73,1% í fyrra. 

Heildarálagning á lögaðila nemur 186.077.079.253 kr., en á árinu 2016 nam hún 172.360.979.234 kr. Heildarhækkun heildarálagningar er því 13.716.100.019 kr. eða 8,0%. Álagning einstakra skatta og gjalda lögaðila 2017 er eftirfarandi:

  Fjárhæð  
Tekjuskattur   80.467.809.184 kr.
Fjármagnstekjuskattur   1.884.323.070 kr.
Búnaðargjald   233.667.055 kr.
Jöfnunargjald alþjónustu   46.998.506 kr.
Útvarpsgjald   659.349.600 kr.
Sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki   8.742.655.668 kr.
Fjársýsluskattur   2.956.633.193 kr.
Sérstakur fjársýsluskattur   3.633.798.420 kr.
Tryggingagjald    87.451.844.557 kr.

Álagningin hefur verið birt einstökum framteljendum á þjónustusíðu ríkisskattstjóra. Álagningarskrár munu liggja frammi á starfsstöðvum ríkisskattstjóra frá deginum í dag til og með 13. nóvember 2017. Athygli er vakin á tilkynningu Tölvunefndar frá 13. júlí 1995 þar sem fram kemur að ekki sé heimilt að skýra frá upplýsingum úr álagningarskrám nema á þeim tíma sem almenningur hefur aðgang að þeim á grundvelli 1. mgr. 98. gr. laga nr. 90/2003. Frestur einstakra skattaðila til að kæra álagninguna er til og með 29. desember 2017.

Reykjavík 30. október 2017
Ríkisskattstjóri


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum