Fréttir og tilkynningar


Upplýsingar um FATCA

10.7.2015

Á rsk.is má nú finna upplýsingar um FATCA samning milli Bandaríkjanna og Íslands sem undirritaður var í maí sl.

Í samningnum er kveðið á um upplýsingaskyldu fjármálastofnana og upplýsingaskipti milli ríkjanna. 
Þá er að finna á rsk.is helstu álitaefni sem upp hafa komið í tengslum við innleiðingu og beitingu á samningnum sem og svör við þeim álitaefnum.  Einnig er að finna leiðbeiningar um áreiðanleikakönnun sem íslenskar fjármálastofnanir þurfa að ráðast í til að geta auðkennt bandaríska reikningshafa.
Sjá nánar upplýsingar um FATCA


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum