Fréttir og tilkynningar


Úrskurður héraðsdóms felldur úr gildi

25.10.2019

Felldur var úr gildi úrskurður héraðsdóms þar sem máli ákæruvaldsins gegn X, sem áður hafði sætt álagi skattyfirvalda vegna sömu brota, var vísað frá dómi. 

Var það niðurstaða Landsréttar að fullnægt væri skilyrðum um nauðsynlega samþættingu málsmeðferðanna í efni og tíma og því ekki brotið gegn 4. gr. 7. viðauka mannréttindasáttmála Evrópu.

Úrskurður Landsréttar 


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum